Loka vegna vöruskorts

mbl.is/Lindex

Tísku­vöru­versl­un­in Lindex sem opnaði versl­un í Smáralind fyr­ir skömmu hef­ur neyðst til að loka versl­un­inni tíma­bundið þar sem lag­er versl­un­ar­inn­ar kláraðist.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá versl­un­inni. Þar seg­ir að viðtök­ur við opn­un Lindex á Íslandi hafi verið mun betri en reiknað var með. Um sé að ræða stærstu opn­un frá upp­hafi í 60 ára sögu Lindex tísku­vöru­keðjunn­ar. 

„Á þrem­ur dög­um hef­ur þriggja vikna lag­er og stærsti hluti vara í versl­un tæmst.    Rúm­lega 10 þúsund manns hafa lagt leið sína í versl­un­ina sem jafn­gild­ir um 5 manns á hverri mín­útu sem opið hef­ur verið.  Það er rétt að þakka öll­um þeim viðskipta­vin­um sem hafa heim­sótt okk­ur þessa fyrstu 3 daga fyr­ir mót­tök­urn­ar en raunsala varð 5 sinn­um meiri en áætlað var.

Unnið er að því dag og nótt að fá send­ing­ar með hraði til lands­ins en ljóst er að þær ná ekki að halda í við þær þúsund­ir viðskipta­vina sem heim­sækja versl­un­ina hvern dag.  Af of­an­greind­um ástæðum reyn­ist nauðsyn­legt að loka versl­un­inni út vik­una og opna að nýju laug­ar­dag­inn 19. nóv. kl. 11:00.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK