OR greiðir niður 14,5 milljarða skuldir

Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur.
Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/RAX

Gert er ráð fyr­ir að Orku­veita Reykja­vík­ur greiði niður skuld­ir að fjár­hæð 14,5 millj­örðum á næsta ári,  sem er í aðal­atriðum í sam­ræmi við aðgerðaáætl­un OR og eig­enda.

Á móti er gert ráð fyr­ir að lán­tök­ur nemi 3,5 millj­örðum.

Þetta kem­ur fram í grein­ar­gerð með fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir næsta ár. Gert er ráð fyr­ir að af­borg­an­ir verði um 17,3 millj­arðar á þessu ári og ný lang­tíma­lán nemi um 8,8 millj­örðum, þar af nam lán eig­enda skv. aðgerðaáætl­un 8 millj­örðum.

Árið 2010 námu lán­tök­ur 18,3 millj­örðum en af­borg­an­ir um 10 millj­örðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK