Gert er ráð fyrir að Orkuveita Reykjavíkur greiði niður skuldir að fjárhæð 14,5 milljörðum á næsta ári, sem er í aðalatriðum í samræmi við aðgerðaáætlun OR og eigenda.
Á móti er gert ráð fyrir að lántökur nemi 3,5 milljörðum.
Þetta kemur fram í greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að afborganir verði um 17,3 milljarðar á þessu ári og ný langtímalán nemi um 8,8 milljörðum, þar af nam lán eigenda skv. aðgerðaáætlun 8 milljörðum.
Árið 2010 námu lántökur 18,3 milljörðum en afborganir um 10 milljörðum.