OR greiðir niður 14,5 milljarða skuldir

Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur.
Hellisheiðarvirkjun Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/RAX

Gert er ráð fyrir að Orkuveita Reykjavíkur greiði niður skuldir að fjárhæð 14,5 milljörðum á næsta ári,  sem er í aðalatriðum í samræmi við aðgerðaáætlun OR og eigenda.

Á móti er gert ráð fyrir að lántökur nemi 3,5 milljörðum.

Þetta kemur fram í greinargerð með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir að afborganir verði um 17,3 milljarðar á þessu ári og ný langtímalán nemi um 8,8 milljörðum, þar af nam lán eigenda skv. aðgerðaáætlun 8 milljörðum.

Árið 2010 námu lántökur 18,3 milljörðum en afborganir um 10 milljörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK