70,5% útflutningsins fer til ESB

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Um 70,5% af útflutningi Íslendinga á síðasta ári fór til landa Evrópusambandsins, þar af fóru 49,8% til evrulanda. Á síðustu árum hefur orðið sú þróun að stærri hluti útflutningsins fer til Evrópu. Í fyrra fór 6,7% útflutnings okkar til Bandaríkjanna.

Um 56,2% innflutnings kemur frá ESB-löndum, þar af 27,2% frá evruríkjunum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Séu þessar tölur bornar saman við þau lönd sem mikið hafa verið í umræðunni í tengslum við einhliða eða tvíhliða upptöku á annarri mynt kemur í ljós gífurlegur munur.

Útflutningur til Kanada er aðeins 1,3% af heildar útflutningi. Innflutningur frá Kanada er aðeins 1,5% af heildar innflutningi.

Útflutningur til Noregs er aðeins 4,4% af heildar útflutningi. Innflutningur frá Noregi er aðeins 7,9% af heildar innflutningi.

Útflutningur til Sviss er aðeins 1,8% af heildar útflutningi (en nýverið var svissneski frankinn bundinn evru). Innflutningur frá Sviss er aðeins 1,6% af heildar innflutningi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK