Arðgreiðslur banka gætu lokað fjárlagagatinu

Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðisviðs Landsbankans. Mynd fengin af vef bankans.
Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðisviðs Landsbankans. Mynd fengin af vef bankans.

Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðisviðs Landsbankans, segir í grein sem birtist á vefsvæði bankans að ríkið gæti aflað sér 67 milljarða í tekna á næsta ári ef að viðskiptabönkunum þrem, Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka, yrði heimilt að greiða út arð á næsta ári og væri miðað við að arðgreiðslan lækkaði eiginfjárhlutfall bankanna niður í 16% lágsmarkshlutfall sem Fjármálaeftirlitið setur.

Við þá tölu bætast svo skatttekjur af arðgreiðslum til annarra hluthafa í bönkunum. Daníel segir í grein sinni að þessar arðgreiðslur hefðu í för með sér að hægt væri að loka fjárlagagatinu strax á næsta ári, hægt væri að greiða niður skuldir og lækka þar með vaxtabyrði ríkissjóðs. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 521 ma.kr. Arðgreiðslur bankanna gætu því aukið heildartekjur ríkissjóðs beint um 9,5% - 13%, að frátöldum skattaáhrifunum. Í ljósi þessa telur Daníel að staða ríkissjóðs sé í raun betri oft er látið í veðri vaka.

Grein Daníels.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK