Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðisviðs Landsbankans, segir í grein sem birtist á vefsvæði bankans að ríkið gæti aflað sér 67 milljarða í tekna á næsta ári ef að viðskiptabönkunum þrem, Landsbankanum, Arion og Íslandsbanka, yrði heimilt að greiða út arð á næsta ári og væri miðað við að arðgreiðslan lækkaði eiginfjárhlutfall bankanna niður í 16% lágsmarkshlutfall sem Fjármálaeftirlitið setur.
Við þá tölu bætast svo skatttekjur af arðgreiðslum til annarra hluthafa í bönkunum. Daníel segir í grein sinni að þessar arðgreiðslur hefðu í för með sér að hægt væri að loka fjárlagagatinu strax á næsta ári, hægt væri að greiða niður skuldir og lækka þar með vaxtabyrði ríkissjóðs. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs verði 521 ma.kr. Arðgreiðslur bankanna gætu því aukið heildartekjur ríkissjóðs beint um 9,5% - 13%, að frátöldum skattaáhrifunum. Í ljósi þessa telur Daníel að staða ríkissjóðs sé í raun betri oft er látið í veðri vaka.