Gefa út 92 milljarða skuldabréf

Frá blaðamannafundi skila- og slitanefndar Landsbankans í dag
Frá blaðamannafundi skila- og slitanefndar Landsbankans í dag mbl.is/Rax

Lárentínus Kristjánsson, formaður skilanefndar gamla Landsbankans, segir að á fundi með kröfuhöfum Landsbankans fyrr í dag hafi verið kynntir samningar sem stefnt er að gera við nýja Landsbankann um útgáfu viðbótarskuldabréfs í árslok 2012 þegar ákveðin eignasöfn sem eru undirliggjandi gefa tilefni til. Útlit er fyrir að skuldabréfið geti orðið 92 milljarðar króna.

Skilanefndin fær síðan afhentan hlut í nýja Landsbankanum á móti skuldabréfinu.

Lárentínus segir að talsvert hafi borið á milli í viðræðum skilanefndar gamla Landsbankans og nýja Landsbankans bankans fyrstu mánuðina eftir að þessir samningar voru frágengnir en skilanefndinni sýnist að það sé að ganga saman núna en um viðbótarútgáfu er að ræða núna við það skuldabréf sem áður hefur verið gefið út.

Nýi Landsbankinn, NBI, gaf út skuldabréf til skilanefndar Landsbankans síðla árs 2009. Skuldabréfið var gefið út í tengslum við endurfjármögnun nýja bankans, sem lauk á svipuðum tíma. Um var að ræða skuldabréf í erlendri mynt til 10 ára, 260 milljarðar króna að nafnvirði.

„Við ætlum að freista að reyna að klára þetta mál eins fljótt og hægt er á þessum stóra óvissuþætti upp á 92 milljarða króna,“ segir Lárentínus um útgáfu viðbótarskuldabréfsins.

Að hans sögn er þetta gott fyrir nýja bankann og um leið skilanefndina þar sem nýi bankinn skuldi þrotabúinu fullt af peningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK