Gunnar virkur í starfi aflandsfélaga Landsbankans

Gunnar Andersen.
Gunnar Andersen.

Ríkisútvarpið segir að Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi verið virkur i starfi aflandsfélaga Landsbankans samkvæmt gögnum sem Kastljós Sjónvarpsins hafi undir höndum.

Hafi Gunnar m.a. undirritað fundargerðir stjórnar og skrifað undir lánasamninga.

Gunnar var m.a. stjórnarmaður í aflandsfélaginu LB Holding sem var skráð  í skattaskjólinu Guernsey. Eftir umfjöllun í rannsóknarskýrslu Alþingis vöknuðu spurningar um hæfi Gunnars sem forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Fékk stjórn stofnunarinnar Andra Árnason, lögmann, til að athuga málið.

Andri komst að þeirri niðurstöðu að Gunnar væri fyllilega hæfur til að gegna starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins þrátt fyrir stjórnarsetu sína í aflandsfélögunum. Féllst Andri á þá skýringu Gunnars að hann hafi verið óvirkur stjórnandi.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK