Matsfyrirtækið Standard and Poor´s hefur hækkað lánshæfiseinkunn Brasilíu um einn flokk, í BBB. Sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu að hækkunin endurspeglaði aukna getu landsins til þess að takast á við versnandi horfur í alþjóðahagkerfinu.
Brasilía er eitt fimm svokallaðra BRICS-landa, auk Kína, Rússlands, Indlands og Suður-Afríku, sem gert er ráð fyrir að verði meðal helstu efnahagsvelda framtíðarinnar.