Verð á hlutabréfum í ítölsku kauphöllinni hefur tekið dýfu líkt og víðast hvar annars staðar í Evrópu. Lækkunin á Ítalíu nemur 3%. Fjárfestar hafa auknar áhyggjur af skuldavandanum á evrusvæðinu í Bandaríkjunum.
Um kl. 11.30 hafði FTSE Mib-hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Mílanó lækkað um 3,07% og stóð þá í 14.765 stigum.