Evrópsk hlutabréf lækkuðu

Kauphöllin í Frankfurt.
Kauphöllin í Frankfurt.

Hlutabréf lækkuðu í helstu kauphöllum Evrópu í dag og er það m.a. rakið til bandarískra hagtalna, sem sýndu að hagvöxtur á 3. ársfjórðungi var minni en áður var talið.

Þá kætti það ekki fjárfesta að nefnd beggja flokka á Bandaríkjaþingi mistókst að ná samkomulagi um niðurskurð fjárlaga fyrir næsta ár. 

FTSE-100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum lækkaði um 0,3%, Cac-vísitalan í París lækkaði um 0,84% og Dax-vísitalan í Frankfurt um 1,22%.

Í Mílanó lækkaði vísitala um 1,54% og í Madrid um 1,45%.

Hlutabréf þýska bankans Commerzbank lækkuðu um rúm 15% og hefur gengi bréfanna aldrei verið lægra. Ljóst þykir að bankinn þarf á nýju hlutafé að halda en þýsk stjórnvöld komu bankanum til bjargar á árinu 2009. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK