Mál þrotabús GH1 hf. (áður Capacent hf.) gegn Capacent ehf. var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Samkvæmt heimildum mbl.is fer þrotabúið fram á það að rift verði með dómi sölu og afhendingu á eignum og rekstri GH1 hf. (þá Capacent hf.) til Capacent ehf. sem fram fór haustið 2010.
Kröfur þrotabúsins á hendur Capacent ehf. nema rúmum 726 milljónum króna auk dráttarvaxta en varakröfur búsins nema rúmum 157 milljónum króna auk dráttarvaxta. Þar að auki gerir þrotabúið kröfu um að Capacent ehf. greiði málskostnað.
Morgunblaðið fjallaði um riftun þrotabús GH1 ehf. á sölu Capacent í nóvember á síðasta ári. Hægt er að nálgast þá umfjöllun í greinasafni Morgunblaðsins.