Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag vegna fyrirhugaðra refsiaðgerða gagnvart Íran sem meðal annars bitna á írönskum olíufyrirtækjum.
Hins vegar höfðu fréttir af minni hagvexti í Bandaríkjunum þau áhrif að heldur dró úr hækkunum á olíuverði.
Í New York hækkaði verð á hráolíu til afhendingar í janúar um 1,09 Bandaríkjadali og er 98,01 dalur tunnan.
Í Lundúnum hækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,81 dal og er 109,03 dalir tunnan.