Batnandi horfur að mati S&P

Mats­fyr­ir­tækið Stand­ar & Poor's breytti í dag horf­um á láns­hæf­is­mati rík­is­sjóðs í stöðugar úr nei­kvæðum þar sem hag­vöxt­ur hefði tekið við sér á ný. 

S&P staðfesti einnig láns­hæfis­ein­kunn rík­is­sjóðs, BBB-/​A-3,  fyr­ir lang­tíma- og skamm­tíma­skuld­bind­ing­ar rík­is­sjóðs Íslands í er­lendri og inn­lendri mynt. 

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að ís­lenskt efna­hags­líf sé á bata­vegi eft­ir fall þriggja stærstu viðskipta­bank­anna. Hag­vöxt­ur hafi tekið við sér að nýju eft­ir tveggja ára djúpa niður­sveiflu. 

Seg­ir fyr­ir­tækið að mik­ils­verður ár­ang­ur hafi náðst í end­ur­skipu­lagn­ingu efna­hags­reikn­inga einka­geir­ans og bú­ast megi við að því ferli verði að mestu lokið um mitt ár 2012.

Þess vegna hafi horf­um um láns­hæf­is­mat Íslands verið breytt í stöðugar úr nei­kvæðum. Þar séu vegn­ar sam­an styrk­ari grunnstoðir efna­hags­lífs­ins á móti áhættu tengdri aflétt­ingu gjald­eyr­is­hafta á næstu árum.  

Til­kynn­ing Stand­ard & Poor's

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK