Fundað um kolefnisskatt

Forsvarsmenn Elkem á Íslandi segja áform um kolefnisgjald setja reksturinn …
Forsvarsmenn Elkem á Íslandi segja áform um kolefnisgjald setja reksturinn í uppnám.

„Ég vil kynna mér málið frá báðum hliðum. Ef það er eins og fulltrúar fyrirtækjanna segja þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis.

Fulltrúar kísilfyrirtækja hafa verið boðaðir á fund nefndarinnar á morgun til að kynna sjónarmið sín varðandi áformaðan kolefnisskatt og reiknað er með að fulltrúar fjármálaráðuneytisins verði kallaðir til í framhaldinu.

Tillögur fjármálaráðherra um kolefnisskatt hafa valdið uppnámi. Hagsmunaaðilar telja að samkeppnisstaðan skekkist. Sérstaklega hafa fulltrúar fyrirtækja sem undirbúa stofnun kísilverksmiðja látið í sér heyra og telja skattinn grafa undan áformum þeirra. Þetta á við Torsil sem undirbýr verksmiðju á Bakka, Íslenska kísilfélagið sem hyggur á verksmiðjurekstur í Helguvík og Elkem Ísland sem rekur járnblendiverksmiðju á Grundartanga.

Kristján vonast til að fá öll sjónarmið fram á fyrirhuguðum fundum. „Okkur vantar allt annað en að fæla frá fjárfestingu, við þurfum að koma hagkerfinu í gang,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. Nefnir hann sem dæmi að á ýmsu hafi fengið við atvinnuuppbyggingu á Bakka. Ekki gangi að láta skattlagningu fæla enn eitt verkefnið frá þegar uppbygging sé að hefjast. „Þá segjum við: Hingað og ekki lengra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK