Lítill áhugi á þýskum ríkisbréfum smitar út frá sér

Verðbréfamiðlarar að störfum í kauphöllinni í New York
Verðbréfamiðlarar að störfum í kauphöllinni í New York Reuters

Bandarískur verðbréfamarkaður hefur lækkað í dag í kjölfar lítils áhuga fjárfesta á að taka þátt í útboði á þýskum ríkisskuldabréfum.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 0,78% það sem af er degi en S&P 500-vísitalan hefur lækkað um 0,90% og Nasdaq um 0,74%.

Segja sérfræðingar að það hafi ekki dregið úr ótta fjárfesta vegna ástandsins í Evrópu hversu lítill áhugi var á að taka þátt í útboði þýska seðlabankans í morgun.

Hins vegar hefur DAX-hlutabréfavísitalan í Frankfurt, sú eina af helstu hlutabréfavísitölum Evrópu, hækkað um 0,02%. Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan lækkað um 0,61% og í París hefur CAC-vísitalan lækkað um 0,31%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK