Samkomulag, sem grísk stjórnvöld gerðu við lönd á evrusvæðinu um björgunarpakka, er að mati seðlabanka Grikklands sennilega síðasta tækifærið, sem Grikkir fá til að endurskipuleggja efnahag landsins.
„Þetta nýja tækifæri, sem Grikkland fékk, er sennilega það síðasta," segir í skýrslu bankans til gríska þingsins um peningamál.
„Standa verður við markmiðin, eins ber að forðast nýjar tafir," segir einnig í skýrslunni.