90% eigna á markað innan þriggja ára

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands.

Fram­taks­sjóður Íslands áform­ar að tæp­lega 90% nú­ver­andi eigna­safns sjóðsins verði skráð á hluta­bréfa­markað inn­an þriggja ára. Þau fyr­ir­tæki sem til stend­ur að skrá á markað eru SKÝRR,  N1, Icelandic Group og Promens.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að nú sé  hlut­ur sjóðsins í Icelanda­ir eina skráða eign sjóðsins. Þessi umbreyt­ing sé í sam­ræmi við stefnu Fram­taks­sjóðsins um að taka þátt í end­ur­reisn hluta­bréfa­markaðar á Íslandi.

Þar seg­ir að þetta sé á meðal þess sem hafi komið fram í er­indi Finn­boga Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fram­taks­sjóðsins, á málþingi Deloitte, kaup­hall­ar­inn­ar og Viðskiptaráðs um virk­an hluta­bréfa­markaðar á Íslandi í morg­un. Þau fé­lög sem til standi að skrá hafi öll sterka stöðu, hvert á sín­um markaði.

„SKÝRR er í dag ní­unda stærsta upp­lýs­inga­tæknifyr­ir­tæki á Norður­lönd­um, með starf­semi á Íslandi, Nor­egi og Svíþjóð. Áætluð velta fé­lags­ins á yf­ir­stand­andi ári er um 24 millj­arðar króna og hjá fé­lag­inu starfa um 1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi.

Icelandic Group er leiðandi alþjóðlegt sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki. Í lok árs 2011, eft­ir að eign­ir fé­lags­ins í Banda­ríkj­un­um og tengd starf­semi hafa verið seld­ar, er gert ráð fyr­ir að Icelandic Group reki starf­semi á Íslandi, í Evr­ópu og Asíu, áætluð heild­ar­velta verði rúm­lega 80 millj­arðar króna og starfs­menn verði um 1.200 tals­ins.

N1 er leiðandi fyr­ir­tæki á ís­lensk­um eldsneyt­is­markaði með um 35-40% hlut­deild. Velta fé­lags­ins á ár­inu 2010 var um 46 millj­arðar króna og er helm­ing­ur sölu annað en eldsneyti. Hjá fé­lag­inu starfa um 650 manns. Fé­lagið hef­ur ný­lega lokið við fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og er rekstr­ar­grund­völl­ur fé­lags­ins orðinn sterk­ur á ný.

Promens er leiðandi á heimsvísu í fram­leiðslu plastaf­urða og rek­ur 47 verk­smiðjur Í Evr­ópu, Norður-Am­er­íku, Asíu og Afr­íku. Lyk­il­verk­smiðjur eru á Dal­vík og í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og Póllandi. Tekj­ur fé­lags­ins námu 560 millj­ón­um evra á síðasta ári og EBITDA var um 50 millj­ón­ir evra. Um 4.200 manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka