Ekkert liggur fyrir um krónur kröfuhafa

Ekki er búið að móta stefnu um hvernig verður tekið …
Ekki er búið að móta stefnu um hvernig verður tekið á krónueignum kröuhafa bankanna að lokinni skiptingu búa. Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Sam­kvæmt svör­um skrif­stofu banka­stjóra Seðlabank­ans ligg­ur ekk­ert fyr­ir um það hvernig verður farið með gjald­eyriseign er­lendra kröfu­hafa vegna út­greiðslu úr þrota­bú­um bank­anna.

Slita­stjórn Lands­bank­ans til­kynnti í síðustu viku að út­greiðslur myndu hefjast úr bú­inu á næsta ári. Það á nú ríf­lega 23 millj­arða í reiðufé í ís­lensk­um krón­um sem munu greiðast til kröfu­hafa í Bretlandi og Hollandi.

Sam­kvæmt svari Seðlabank­ans ligg­ur ekki fyr­ir hvort að þeim verður gert kleift að skipta krón­un­um fyr­ir er­lend­an gjald­eyri á hinu op­in­bera seðlabanka­gengi eða hvort farið verður með eign­ina eins og aðrar af­l­andskrón­ur í eign er­lendra aðila. Afstaðan sem Seðlabank­inn kem­ur til með að taka til máls­ins mun skipta sköp­um fyr­ir fram­vindu gjald­eyr­is­haft­anna.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag seg­ir, að þrátt fyr­ir að aðeins þriðjung­ur eigna þrota­bús Lands­bank­ans komi brátt til greiðslu er ljóst að krónu­eign gæti haft mik­il áhrif á hinn op­in­bera milli­banka­markað með gjald­eyri. Í því sam­hengi er rétt að nefna að heild­ar­velt­an á hon­um frá árs­byrj­un til októ­ber­loka nam aðeins um 64 millj­örðum króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK