Portúgal í ruslflokk

Fáni Portúgals.
Fáni Portúgals. Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfiseinkunn Portúgals í BB+, sem þýðir að portúgölsk ríkisskuldabréf eru flokkuð í svokölluðum ruslflokki. Fitch segir að horfur í efnahagsmálum séu neikvæðar og að landið sér gríðarlega skuldsett.

Fitch segir að þar sem horfur séu neikvæðar þá sé mögulegt að lánshæfiseinkunninn verði lækkuð ennfrekar.

Portúgal hefur fengið 78 millarða evra neyðarlán frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fitch segir að hagkerfið muni skreppa saman sem nemur 3% á næsta ári. Það muni gera stjórnvöldum enn erfiðara um vik að koma á stöðugleika á ríkisútgjöldin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK