Verðbólgan 5,2%

Verð dagvöru lækkaði um 0,6% í nóvember
Verð dagvöru lækkaði um 0,6% í nóvember mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Eng­ar breyt­ing­ar urðu á vísi­tölu neyslu­verðs í nóv­em­ber en síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 5,2% og vísi­tal­an án hús­næðis um 4,7%. Í októ­ber mæld­ist verðbólga 5,3%.

Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis lækkaði um 0,16% frá októ­ber.

Kostnaður vegna eig­in hús­næðis hækkaði um 1,0% (vísi­tölu­áhrif 0,12%). Þar af voru 0,15% áhrif af hækk­un markaðsverðs en -0,03% af lækk­un raun­vaxta. Verð dag­vöru lækkaði um 0,6% (-0,10%), seg­ir í frétt frá Hag­stofu Íslands.

Und­an­farna þrjá mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 1,0% sem jafn­gild­ir 3,9% verðbólgu á ári (3,6% verðbólgu fyr­ir vísi­töl­una án hús­næðis).

Vísi­tala neyslu­verðs sam­kvæmt út­reikn­ingi í nóv­em­ber 2011, sem er 384,6 stig, gild­ir til verðtrygg­ing­ar í janú­ar 2012. Vísi­tala fyr­ir eldri fjár­skuld­bind­ing­ar, sem breyt­ast eft­ir láns­kjara­vísi­tölu, er 7.594 stig fyr­ir janú­ar 2012.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK