Bandaríski bankinn Morgan Stanley lækkaði í dag hagvaxtarspá sína fyrir Asíu vegna skuldakreppunnar í Evrópu og minni eftirspurnar.
Samkvæmt spá Morgans Stanley er nú spáð 6,9% vexti, að Japan utanskildu, í Asíu á næsta ári. Fyrri spá hljóðaði upp á 7,3%. Er þetta annað skiptið á þremur mánuðum sem bankinn lækkar hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár.
Segir í skýrslunni að allt frá því að bankinn lækkaði spána í ágúst 2011 hafi líkur á að skuldakreppan í Evrópu hafi mikil áhrif á Asíu aukist.