Hefur ekki áhrif á flugvélakaup

American Airlines
American Airlines Reuters

Ákvörðun bandaríska flugfélagsins American Airlines um að óska eftir greiðslustöðvun í samræmi við þarlend lög um gjaldþrotavernd hefur ekki áhrif á pöntun félagsins á 260 Airbus A320 þotum, að því er heimildir AFP fréttastofunnar herma hjá Airbus.

Með því að sækja um greiðslustöðvun sé ljóst að flugfélagið ætlar ekki að hætta rekstri heldur ná rekstrinum á réttan kjöl. Eins sé kominn tími á endurnýjun flugvélaflota AA og nýju þoturnar munu draga úr eldsneytiskostnaði hjá félaginu.

American Airlines tilkynnti í dag að móðurfélag þess, AMR Corporation, hafi sótt um gjaldþrotavernd og ekki væri útlit fyrir að ákvörðunin hefði áhrif á flugáætlun félagsins. 

Í júlí tilkynnti American Airlines, sem ásamt systurfélagi þess American Eagle er með um 900 þotur í flota sínum, um að það hygðist kaupa þotur frá bæði Boeing og Airbus. Alls stendur til að kaupa 200 Boeing 737 þotur og eins og áður sagði 260 Airbus A320 þotur.

Flugfélög biðja um greiðslustöðvun

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK