Hefur ekki áhrif á flugvélakaup

American Airlines
American Airlines Reuters

Ákvörðun banda­ríska flug­fé­lags­ins American Air­lines um að óska eft­ir greiðslu­stöðvun í sam­ræmi við þarlend lög um gjaldþrota­vernd hef­ur ekki áhrif á pönt­un fé­lags­ins á 260 Air­bus A320 þotum, að því er heim­ild­ir AFP frétta­stof­unn­ar herma hjá Air­bus.

Með því að sækja um greiðslu­stöðvun sé ljóst að flug­fé­lagið ætl­ar ekki að hætta rekstri held­ur ná rekstr­in­um á rétt­an kjöl. Eins sé kom­inn tími á end­ur­nýj­un flug­véla­flota AA og nýju þot­urn­ar munu draga úr eldsneyt­is­kostnaði hjá fé­lag­inu.

American Air­lines til­kynnti í dag að móður­fé­lag þess, AMR Corporati­on, hafi sótt um gjaldþrota­vernd og ekki væri út­lit fyr­ir að ákvörðunin hefði áhrif á flugáætl­un fé­lags­ins. 

Í júlí til­kynnti American Air­lines, sem ásamt syst­ur­fé­lagi þess American Eagle er með um 900 þotur í flota sín­um, um að það hygðist kaupa þotur frá bæði Boeing og Air­bus. Alls stend­ur til að kaupa 200 Boeing 737 þotur og eins og áður sagði 260 Air­bus A320 þotur.

Flug­fé­lög biðja um greiðslu­stöðvun

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK