Olíuverð hækkar vegna spennu í Íran

Reuters

Verð á olíu tók stökk upp á við í dag eft­ir að hóp­ur mót­mæl­enda gerði árás á sendi­ráð Bret­lands í Teher­an, höfuðborg Írans.

Spenna hef­ur verið í sam­skipt­um Írans og Vest­ur­landa vegna kjarn­orku­áætlun­ar Írans. Tal­verðar lík­ur hafa verið tald­ar á að gerðar verði loft­árás­ir á Íran. Árás­in á breska sendi­ráðið bæt­ist við þessa spennu. Ut­an­ríki­ráðherra Bret­lands sagði í dag að árás­in á sendi­ráðið myndi hafa af­leiðing­ar.

Verð á ol­íu­tunnu hækkaði um 1,58 doll­ara og fór í 99,62 doll­ara í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka