Olíuverð hækkar vegna spennu í Íran

Reuters

Verð á olíu tók stökk upp á við í dag eftir að hópur mótmælenda gerði árás á sendiráð Bretlands í Teheran, höfuðborg Írans.

Spenna hefur verið í samskiptum Írans og Vesturlanda vegna kjarnorkuáætlunar Írans. Talverðar líkur hafa verið taldar á að gerðar verði loftárásir á Íran. Árásin á breska sendiráðið bætist við þessa spennu. Utanríkiráðherra Bretlands sagði í dag að árásin á sendiráðið myndi hafa afleiðingar.

Verð á olíutunnu hækkaði um 1,58 dollara og fór í 99,62 dollara í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK