Bankar koma til bjargar

Reuters

Stærstu seðlabank­ar heims hafa ákveðið að taka hönd­um sam­an og koma evru-svæðinu til bjarg­ar með því að dæla lausa­fé inn í fjár­mála­kerfið. Ákvörðunin hef­ur þegar haft gríðarleg áhrif á fjár­mála­markaði og hafa bæði hluta­bréf og evra hækkað í verði.

Um er að ræða Seðlabanka Banda­ríkj­anna, Seðlabanka Kan­ada, Eng­lands­banka, Seðlabanka Jap­ans, Seðlabanka Evr­ópu og Seðlabanka Sviss. Með þessu er von­ast til þess að hægt verði að forðast heimskreppu með til­heyr­andi áhrif­um á flest, ef ekki öll, þjóðfé­lög heims.

Fjöl­marg­ir bank­ar eiga í veru­leg­um vanda vegna stöðu sinn­ar í rík­is­skulda­bréf­um þeirra ríkja á evru-svæðinu sem eru mjög skuld­sett, svo sem grísk, ít­ölsk, portú­gölsk ofl. Þetta hef­ur þýtt að bank­arn­ir hafa verið treg­ir til þess að lána, einkum og sér í lagi á er­lend­um mörkuðum. Þetta hef­ur þýtt að vand­inn á evru-svæðinu hef­ur breiðst út um heim­inn.

Seðlabank­arn­ir, sem geta prentað seðla, segj­ast munu tryggja að nægj­an­leg­ir sjóðir verði fyr­ir hendi fyr­ir fjár­mála­stofn­an­ir og með því verði hægt að tryggja að áhrif krepp­unn­ar verði sem minnst á fyr­ir­tæki og heim­ili. Lánalín­urn­ar verða í boði frá 5. des­em­ber til 1. fe­brú­ar 2013 í þeim gjald­miðlum sem þeir starfa í. Strax verður boðið upp á skamm­tíma­fjár­mögn­un.

Er aðgerð seðlabank­anna nú svipuð þeirri og var þann 10. maí árið 2010 er Grikk­landsvand­inn varð ljós með til­heyr­andi áfalli fyr­ir fjár­mála­markaði.

Í Banda­ríkj­un­um hef­ur Dow Jo­nes vísi­tal­an hækkað um 2,49%, S&P 500 um 2,31% og Nas­daq um 2,74%.

Í Lund­ún­um hef­ur FTSE vís­ist­al­an hækkað um 3,04%, CAC vísi­tal­an í Par­ís hef­ur hækkað um 3,61% og DAX vísi­tal­an í Frankfurt um 4,31%. Í Mílanó hef­ur FTSE Mib vísi­tal­an hækkað um 3,79% og í Madríd nem­ur hækk­un Ibex vísiöl­unn­ar 3,38%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK