Eiga of mikið af peningum

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. mbl.is/Kristinn

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir við danska fjölmiðla, að fyrirtækið sé að verða skuldlaust. Á sama tíma sé erfitt að finna fjárfestingartækifæri því sé fyrirtækið í þeirri óvenjulegu stöðu, að hafa of mikið fé handbært.

„Fjárhagsstaða okkar er svo sterk að við getum ekki haldið svona áfram. Brátt verðum við skuldlaus og byrjum að safna fé. Þá þurfum við annaðhvort að finna fjárfestingar, sem gefa vel af sér, eða byrja að endurgreiða fjárfestum okkar,“ hefur Ritzau-fréttastofan eftir Jóni. 

Hann segist þó helst vilja styrkja fyrirtækin með kaupum á annarri starfsemi.  

Frétt Ritzau

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK