Hagnaðurinn 13,6 milljarðar

Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 13,6 milljörðum króna samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaðurinn 3,5 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1 milljarður króna.

Arðsemi eigin fjár fyrstu 9 mánuði ársins var 17,6% á ársgrundvelli. Arðsemi af reglulegri starfsemi á ársgrundvelli var rúmlega 10%.

Eiginfjárhlutfall bankans styrktist og var 21,8% í lok september.

Skattar og önnur opinber gjöld á tímabilinu námu samtals um 4,4 milljörðum króna. Þar af nam reiknaður tekjuskattur 3,1 milljarði króna, sérstakur bankaskattur 684 milljónum króna og atvinnutryggingagjald 607 milljónum króna. Að auki voru greiddar 43 milljónir króna til embættis umboðsmanns skuldara og 158 milljónir króna til FME.

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir í tilkynningu.

„Afkoma bankans á þriðja ársfjórðungi er viðunandi. Ekki má líta framhjá því að hagnaðurinn á fyrstu 9 mánuðum ársins er að hluta til kominn vegna endurmats á lánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Mikill árangur hefur náðst í úrlausnarmálum viðskiptavina bankans og mun þeirri vinnu að mestu ljúka á þessu ári. Jákvæð teikn eru í ytra umhverfi. Það er okkur hjá Arion banka mikilvægt að vera virkir þátttakendur í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í efnahagslífi landsins. Fyrirhuguð skráning Haga í Kauphöll nú í desember er dæmi um það. Miklu skiptir að tekin séu rétt og ábyrg skref þegar við byggjum upp virkan verðbréfamarkað að nýju.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK