Ekki hafa orðið miklar breytingar á hlutabréfavísitölum í Evrópu frá því viðskipti hófust klukkan 8 í morgun eftir mikla hækkun í gær í kjölfar ákvörðunar sex seðlabanka að auka lánsfé í umferð vegna skuldavanda evrusvæðisins.
Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan hækkað um 0,27%, DAX í Frankfurt hefur hækkað um 0,14% og CAC í París hefur hækkað um 0,05%.