Refsiaðgerðir hafa mikil áhrif á olíuverð

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu fer í 250 Bandaríkjadali tunnan ef þær hertu refsiaðgerðir sem  Bandaríkin og Evrópusambandið hóta nú gagnvart Íran verða að veruleika, segir formaður efnahagsnefndar íranska þingsins.

Arsalan Fathipour segir að ef viðskiptabann verði sett á olíu- og gasviðskipti við Íran þýði það einfaldlega að olíuverð muni hækka upp úr öllu valdi. Í síðustu viku samþykktu utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna að setja bann á viðskipti við 180 írönsk fyrirtæki og einstaklinga og vöruðu við því að jafnvel yrði sett viðskiptabann á írönsk fjármála- og olíufyrirtæki.

Á sama tíma er Bandaríkjaþing að íhuga setningu laga sem beint er gegn Seðlabanka Írans, en greiðslur fyrir olíuviðskipti fara í gegnum hann.

Á föstudagskvöldið var lokaverð hráolíu á NYMEX markaðnum í New York 100,96 dalir tunnan á meðan tunnan af Brent Norðursjávarolíu kostar 109,94 dali í Lundúnum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK