Aðstoðarefnahagsráðherra Ítalíu, Vittorio Grilli, segir að Ítalía stefni í samdráttarskeið á næsta ári en útlit er fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 0,4-0,5% á næsta ári.
Að sögn Grilli mun hagvöxtur mælast á ný árið 2013 en síðdegis kynnti ríkisstjórn Ítalíu fyrirhugaðan niðurskurð í ríkisfjármálum. Meðal annars verða skattar hækkaðir og eftirlaunaaldur hækkaður.