Smjörskortur í Noregi

Norðmenn óttast að þurfa að steikja jólagæsina upp úr margaríni.
Norðmenn óttast að þurfa að steikja jólagæsina upp úr margaríni.

Það er nóg olía í Nor­egi. Það er hins veg­ar ekki hægt að segja að þar drjúpi smjör af hverju strái þessa stund­ina því út­lit er fyr­ir smjörskort fyr­ir jól­in.

Dansk­ir fjöl­miðlar segja að Norðmenn reyni nú að flytja inn smjör, m.a. frá Dan­mörku. Þá sé eft­ir­spurn­in svo mik­il eft­ir smjöri í Nor­egi að kílóverðið sé nú komið í um 600 norsk­ar krón­ur á net­inu, jafn­v­irði um 12.000 ís­lenskra króna. 

Að sögn danska blaðsins B.T. hef­ur notk­un á smjöri auk­ist mikið í Nor­egi upp á síðkastið en á sama tíma eru í gildi strang­ir fram­leiðslu­kvót­ar.  Nú hafi norska land­búnaðarráðuneytið gripið inn í og ákveðið að af­nema tíma­bundið sér­stakt gjald, sem bænd­ur hafa þurft að greiða fyr­ir að fara framyf­ir fram­leiðslu­kvót­ana. Þá hef­ur inn­flutn­ing­stoll­ur á smjöri verið lækkaður um 25 aura á kíló í 4 krón­ur.  

B.T. seg­ir að Arla, sem fram­leiðir mjólk­ur­vör­ur í Dan­mörku, hafi ekki und­an að svara fyr­ir­spurn­um um smjör frá Nor­egi. Venju­lega sinni Arla ekki norsk­um smjör­markaði vegna hárra inn­flutn­ing­stolla, en ætl­ar nú að reyna að hlaupa und­ir bagga.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK