Eignir sem aldrei koma fram

Útlit er fyrir að erlendir kröfuhafar eignist umtalsverðar eignir á Íslandi, sem hvorki koma fram í útreikningum á viðskiptajöfnuði né í áætlaðri hreinni skuldastöðu þjóðarbúsins, eins og tölurnar eru framreiddar í dag. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningardeildar Arion-banka.

„Því er mikilvægt að leggja áherslu á að viðskiptaafgangurinn í dag er að öllum líkindum umtalsvert minni en öll plön um afnám gjaldeyrishafta hafa gengið út frá hingað til," segir í Markaðspunktum.

Þar kemur fram að þegar verið er að skoða áhrif gömlu bankanna þá er ekki tekið tillit til skiptingar eigna þrotabúanna. Litið er á innlánsstofnanir í slitameðferð sem innlendan aðila og flokkast því eignir þeirra sem slíkar.

„Samkvæmt mati í skýrslunni „Hvað skuldar þjóðin“ kemur m.a. fram að þegar búið er að greiða út úr þrotabúum bankanna fá erlendir aðilar í hendurnar krónueignir sem nema nettó 676 milljörðum króna. Þetta er fjárhæð sem þjóðarbúið þarf nettó að standa undir þegar fram líða stundir - hvort sem litið er til vaxta- eða höfuðstólsgreiðslna. Greiningardeild fékk út svipaða tölu og skýrsluhöfundar síðastliðið vor og var þá metið að nettó-krónueign erlendra aðila í þrotabúum bankanna væri á bilinu 500-550 milljarðar króna. Væntanlega mun þessi stærð skýrast með tíð og tíma en ljóst er að niðurstöðuna verður að setja í samhengi við mögulegt afnám gjaldeyrishafta og styrkleika krónunnar fram á veginn," segir í Markaðspunktum.

Opinber viðskiptajöfnuður er neikvæður um 60 milljarða það sem af er þessu ári. Hins vegar er viðskiptajöfnuður án áhrifa gömlu bankanna jákvæður um tæpa 18 milljarða á árinu og reyndar um heila 39 milljarða króna á þriðja fjórðungi 2011. Aftur á móti gefur það ranga mynd að leiðrétta að fullu, af því að eftir er að taka tillit til áhrifa gömlu bankanna þar sem þeir sitja á töluverðum krónueignum sem bera ávöxtun – sem færu gjaldamegin í viðskiptajöfnuð, þ.e. ef búið væri að skipta þrotabúunum upp milli kröfuhafa, að mati greiningardeildar Arion-banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka