Hagnaður Íslandsbanka 11,3 milljarðar

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Golli

Hagnaður Íslandsbanka fyrstu níu mánuði ársins nam 11.346 milljónum króna samanborið við 13.151 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra. Eiginfjárhlutfall bankans var í lok tímabilsins 28,8% sem er töluvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eiginfjár var 11,9%. 

Um 17.700 einstaklingar og 2.700 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum.

Áætluð opinber gjöld  tímabilsins nema um 4.143 milljón króna. Þar af nam áætlaður tekjuskattur um 3.097 milljónum króna, atvinnutryggingagjald 537 milljónum, bankaskattur um 162  m.kr. og nýr skattur til að fjármagna vaxtabætur vegna húsnæðislána 347 m.kr.

Hreinar vaxtatekjur námu 24.151 m.kr. samanborið við 25.747 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun vaxtatekna skýrist m.a. af lækkuðu vaxtastigi milli ára. Hreinar þóknanatekjur námu 4.366 m.kr. samanborið við 5.234 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Lækkun þóknanatekna á milli ára skýrist að mestu leyti af brotthvarfi dótturfélagsins Borgunar úr samstæðu.

Heildarlaunakostnaður samstæðunnar nam 7.109 m.kr. samanborið við 6.691 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Hækkunin er að stórum hluta tilkomin vegna almennra launahækkana í tengslum við kjarasamninga og fjölgun starfsmanna í tengslum við verkefni er varða fjárhagslega endurskipulagningu útlána.

Meðal stöðugildi samstæðunnar á tímabilinu voru 1.322 samanborið við  1.080 á sama tímabili árið áður.  Aukninguna má að mestu leyti rekja til dótturfélaga sem eru í söluferli, má þar m.a. nefna Jarðboranir hf.

Heildarafskriftir til einstaklinga og fyrirtækja 280 milljarðar

Heildarafskriftir og eftirgjafir til einstaklinga og fyrirtækja frá stofnun bankans nema um 280 milljörðum króna, 65 milljarðar króna til einstaklinga og um 215 milljarðar til fyrirtækja sem endurspeglar stærð lánasafnanna, segir í tilkynningu frá bankanum.

Um 17.700 einstaklingar og 2.700 fyrirtæki hafa fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum.  Afskriftir vegna gjaldþrota einstaklinga nema 9 milljörðum króna og 120 milljörðum króna vegna fyrirtækja. Ljóst er að enn á eftir að bætast við þessar tölur þar sem unnið er að fjárhagslegri endurskipulagningu einstaklinga og fyrirtækja, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK