Ford boðar arðgreiðslur

Merki Ford
Merki Ford Reuters

Banda­ríski bíla­fram­leiðand­inn Ford Motor Co. til­kynnti í kvöld að fyr­ir­tækið myndi byrja að greiða út arð að nýju en það hef­ur ekki gerst í fimm ár. Þykir þetta merki um að Ford, sem er ann­ar stærsti bíla­fram­leiðand­inn í Banda­ríkj­un­um, sé að rétta úr kútn­um.

Stjórn Ford ákvað á fundi sín­um í dag að greiða út arð sem ekki hef­ur verið gert síðan í sept­em­ber 2006. Er þetta gert vegna þess góða ár­ang­urs sem náðst hef­ur í að greiða upp skuld­ir fyr­ir­tæk­is­ins og já­kvæðrar af­komu fé­lags­ins, seg­ir stjórn­ar­formaður Ford, Bill Ford. Verður arður­inn, fimm sent á hlut, greidd­ur út hinn 1. mars 2012.

Seg­ir hann arðgreiðslurn­ar mik­il­vægt merki um þann ár­ang­ur sem hafi náðst í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Ford er eini stóri bíla­fram­leiðand­inn í Banda­ríkj­un­um sem ekki þurfti að leita á náðir stjórn­valda í krepp­unni 2008-2009. Í októ­ber kynnti Ford tí­unda árs­fjórðung­inn í röð hagnað af rekstri. Hluta­bréf Ford lækkuðu um 3% í kaup­höll­inni í New York í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK