Hannes fær 350 milljónir króna

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

Samkvæmt kröfuhafalista sem Morgunblaðið hefur undir höndum fékk Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri fjárfestingafélagsins FL Group, greiddar ríflega 350 milljónir króna út úr þrotabúi gamla Landsbankans, en slitastjórn bankans borgaði út í gær fyrstu hlutagreiðslur til forgangskröfuhafa.

Í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir, að sú upphæð eigi eftir að meira en þrefaldast á næstu misserum, samfara frekari útgreiðslum út úr búi bankans. Samþykktar forgangskröfur Hannesar í þrotabú gamla Landsbankans vegna innstæðna sem hann átti í bankanum nema tæplega 1,13 milljörðum króna.

Greiðslurnar sem slitastjórn Landsbankans tilkynnti – jafnvirði um 432 milljarða íslenskra króna – námu um þriðjungi af samþykktum forgangskröfum í búið. Ljóst er að Hannes á von á um 760 milljóna króna greiðslu auk þeirra 350 milljóna sem hann hefur þegar fengið greiddar.

Fram kom í tilkynningu frá slitastjórn Landsbankans að greiðslan til kröfuhafa hefði verið gerð í körfu helstu gjaldmiðla – evrum, sterlingspundum, Bandaríkjadölum og íslenskum krónum. Á kröfuhafalistanum sem Morgunblaðið hefur undir höndum er upplýst að af þeim 432 milljörðum sem greiddir voru út eru 10 milljarðar í íslenskum krónum. Stærstur hluti þeirrar upphæðar – um 8 milljarðar króna – rennur til breska og hollenska innstæðutryggingarsjóðsins.

Ágreiningur um kröfu Hannesar

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK