Hlutafjárútboði í Högum lokið

Hagkaup er á meðal þeirra verslana sem Hagar reka.
Hagkaup er á meðal þeirra verslana sem Hagar reka. mbl.is/Heiddi

Almennu útboði Arion banka á hlutabréfum í Högum lauk nú kl. 16, en það hófst sl. mánudag kl. 10. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum verður nánar greint frá því í kvöld hvernig útboðið gekk.

Arion banki segir að markmiðið með útboðinu sé að gera Högum kleift að uppfylla skilyrði Kauphallar Íslands um dreifingu hlutafjár og marka þannig grunninn að dreifðu eignarhaldi á Högum. Er þá bæði horft til þess að almenningur og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu, og jafnframt er markmið seljandans að fá ásættanlegt verð fyrir sína eign.

„Stærð útboðsins nemur 20% af útgefnum hlutum, eða 243.517.168 hlutum, en seljandi áskilur sér rétt til að stækka útboðið í allt að 30% af útgefnum hlutum eða samtals í allt að 365.275.752 hluti. Seljandi óskar eftir áskriftum á verðbilinu 11–13,5 krónur á hlut og mun eftir lok áskriftartímabils ákvarða eitt endanlegt útboðsgengi til allra kaupenda í útboðinu, en það mun verða á framangreindu verðbili. Andvirði útboðsins getur þannig numið á bilinu 2,7–4,9 milljörðum króna,“ segir í tilkynningu sem Arion banki sendi fyrir útboðið.

Stefnt er að því að 15. desember 2011 verði fyrsti dagur viðskipta með hluti Haga hf. í Kauphöllinni.

Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion hafði umsjón með útboðinu.
Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion hafði umsjón með útboðinu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK