Peningastefnunefnd Seðlabanka Evrópu ákvað í dag að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósent og verða vextirnir því 1%. Vextir bankans voru einnig lækkaðir fyrir tveimur mánuðum.
Fyrr í dag ákvað peningastefnunefnd Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Eru vextirnir því áfram 0,5%.
Nefndin ákvað einnig að halda áfram að kaupa upp skuldabréf af bönkum.