,,Það brakar og brestur"

Fyrstu viðbrögð margra við niðurstöðum ESB-fundarins voru jákvæð en aðrir …
Fyrstu viðbrögð margra við niðurstöðum ESB-fundarins voru jákvæð en aðrir sögðu aðgerðirnar vera of léttvægar og koma of seint. Reuters

Þekktir greinendur og verðbréfamiðlarar vara nú við bankahruni enda álíta þeir að leiðtogafundi Evrópusambandsins hafi ekki tekist að finna viðunandi lausn á fjármagnsvanda bankanna, að sögn Daily Telegraph.

Seðlabanki ESB hefur viðurkennt að hafa efnt til funda um bráðahjálp handa bönkunum. En heimildarmenn í fjármálahverfi Lundúna segja að við blasi „lánakreppa“.

Blaðið segir að margir bankar, þ.á. m. nokkrir franskir og ítalskir og spænskir, hafi þegar notað allt sem þeir ráði yfir af viðurkenndum veðum. Er þá átt við bandarísk ríkisskuldabréf og fleira sem notað er til að fjármagna skammtímalán. Hafa þessir bankar neyðst til  að lána af gullforða sínum til þess að fá áfram aðgang að dollurum. „Það brakar og brestur í kerfinu og menn hafa geysilegar áhyggjur,“ segir Anthony Peters, ráðgjafi hjá Swissinvest, og bendir á að millibankavextir fari hratt hækkandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka