Frjálsi eignast Austurstræti 16

Austurstræti 16 hýsti áður Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði húsið.
Austurstræti 16 hýsti áður Reykjavíkurapótek. Guðjón Samúelsson teiknaði húsið. Ásdís Ásgeirsdóttir

Frjálsi fjár­fest­inga­bank­inn eignaðist Aust­ur­stræti 16 á upp­boði í gær, en húsið er kennt er við Reykja­víkurapó­tek. Húsið var í eigu A16 fast­eigna­fé­lags, sem er í eigu Karls Stein­gríms­son­ar í Pels­in­um. Tjón kröfu­hafa nem­ur mörg hundruð millj­ón­um króna.

Frjálsi fjár­fest­inga­bank­inn bauð 100 millj­ón­ir í húsið. Sú upp­hæð seg­ir lítið til um verðmæti húss­ins eða um hver verður niðurstaða af lán­veit­ing­um Frjálsa fjár­fest­inga­bank­ans, en hann var bú­inn að lána 870 millj­ón­ir til fé­lags­ins.

Húsið er 2.772 fer­metr­ar að stærð. Áætlað verðmæti þess er 550-1000 millj­ón­ir. Það get­ur hins veg­ar orðið erfitt að selja húsið. Það er friðað að stærst­um hluta og því mikl­ar kvaðir varðandi nýt­ingu þess.

Avant, sem er í eigu Lands­bank­ans, og Ari­on banki áttu einnig kröf­ur á A16. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um hvað þær eru mikl­ar. Með sölu húss­ins til Frjálsa Fjár­fest­inga­bank­ans er ljóst að Avant og Ari­on tapa öll­um kröf­um sín­um. Tjón kröfu­hafa er því veru­legt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK