Óæskilegt að bankar eigi fyrirtæki í samkeppnisrekstri

Penninn og Eymundsson eru meðal fyrirtækja sem hafa hafnað í …
Penninn og Eymundsson eru meðal fyrirtækja sem hafa hafnað í eigu bankanna. mbl.is/Golli

Óæskilegt er að bankar eigi fyrirtæki í samkeppnisrekstri til lengri tíma, slíkt samræmist ekki eðlilegri bankastarfsemi og er einnig mjög varhugavert út frá samkeppnissjónarmiðum. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands sem kom út í dag.

Á hinn bóginn getur verið varasamt að fara þá leið að þvinga bankana til að selja fyrirtæki of hratt, slíkt gæti haft þær afleiðingar að bankarnir taki fyrirtæki ekki yfir heldur fresti endurskipulagningunni eða selji þau mjög skuldsett.

Endurskipulagning skulda fyrirtækja er vandasamt verk. Bankarnir standa frammi fyrir því vali að setja fyrirtæki í gjaldþrot, afskrifa skuldir eða breyta skuldum í eigið fé sem í mörgum tilfellum endar með hreinni yfirtöku. 

Það býður heim hættunni á að verðmæti fyrirtækjanna lækki og núverandi eigendur gangi á hlut kröfuhafanna en það gæti haft neikvæð áhrif á efnahagsreikning bankanna. Hér er því mikilvægt að finna hinn gullna meðalveg, segir í Fjármálastöðugleika.

„Uppgangur atvinnulífsins, aukin fjárfesting, hagvöxtur og atvinna er í mörgum tilfellum forsenda þess að lántakendur, heimili og fyrirtæki, ráði við skuldsetningu sína. Það er því sameiginlegt hagsmunamál lántakenda og lánveitenda til lengri tíma litið að hagvöxtur sé viðunandi. Það verður best tryggt með því að skapa skýra framtíðarsýn hjá lántökum án þess að ganga um of á hagsmuni lánveitanda, með áframhaldandi endurskipulagningu útlána," samkvæmt riti Seðlabankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK