Seðlabanki Noregs ætlar að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur í 1,75%. Með vaxtalækkuninni vill bankinn draga úr áhrifum niðursveiflunnar í heiminum.
Segir aðstoðarseðlabankastjóri Noregs, Jan Qvigstad, að óróinn á fjármálamörkuðum hafi aukist og ljóst sé að mjög muni draga úr hagvexti, einkum og sér í lagi á evrusvæðinu.