Áfram lækkun á mörkuðum

Reuters

Nikkei-hlutabréfavísitalan í Tókýó lækkaði um 1,66% í dag og er það í takt við aðra markaði en hlutabréfavísitölur hafa lækkað undanfarna daga þar sem fjárfestar virðast ekki hafa trú á því að samkomulag leiðtoga ESB-ríkjanna komi til með að bæta ástandið á evrusvæðinu nægjanlega.

Í Sydney í Ástralíu lækkaði hlutabréfavísitalan um 1,21%, Kospi-vísitalan lækkaði um 2,08% í Seúl. Í Hong Kong hefur Hang Seng-vísitalan lækkað um 2,17% og í Sjanghaí nemur lækkunin það sem af er degi 1,68%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK