Á næsta ári þurfa Ítalía og Spánn að endurfjármagna lán fyrir 500 milljarða evra. Ítalía þarf að finna einhvern sem er tilbúinn til að lána þeim um 300 milljarða evra og Spánn þarf á 200 milljörðum evra að halda.
Þessi tala, 500 milljarðar evra, sýnir hversu gríðarlegur vandi blasir við á evrusvæðunum. Ríkissjóðir bæði Spánar og Ítalíu eru reknir með tapi og skuldirnar eru miklar, sérstaklega á Ítalíu. Fram að þessu hafa löndin getað velt vandanum á undan sér með því að endurfjármagna skuldabaggann. Nú er hins vegar svo komið að markaðurinn efast um að löndin geti risið undir skuldunum. Það hefur þau áhrif að fáir vilja lána ríkissjóðum landanna meira fé sem aftur leiðir til þess að ávöxtunarkrafa hækkar.
Þegar talað er um 500 milljarða er ekki reiknað með að löndin séu að auka lántökur sínar, en það hafa þær verið að gera á hverju ári á undanförnum árum.
Til að setja þessa upphæð, 500 milljarða evra, í samhengi má benda á að Björgunarsjóður evrusvæðisins sem áformað er stofna á að fá rúmlega 400 milljarða evra í stofnfé. Þessi sjóður á að hjálpa öllum löndum á evrusvæðunum, ekki síst Grikklandi.