Íslendingar duglegir að sveifla kortunum

Reuters

Heildarvelta debetkorta í nóvember 2011 var 31,6 milljarðar króna sem er 0,5% aukning frá fyrra mánuði en 3,1% aukning miðað við nóvember 2010. Heildarvelta kreditkorta í nóvember 2011 var 29 milljarðar króna sem er 3,6% samdráttur frá fyrra mánuði en 13,7% aukning miðað við sama mánuð árið áður. Þetta kemur fram í tölum Seðlabanka Íslands.

Í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar um verslun í nóvember kemur fram að velta innlendra greiðslukorta hefur aukist um 7,9% síðasta árið samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands og er það nokkuð í takt við þær mælingar á smásöluveltu.

„Notkun innlendra korta erlendis hefur hins vegar aukist um 14,3% frá því í fyrra. Á sama tíma eykst notkun erlendra greiðslukorta á Íslandi um 12,7% og birtist þarna vísbending um að neytendur eyði hlutfallslega meiru í ferðalög en var fyrir ári,“ segir í tilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK