FME vill stuðla að auknu gagnsæi

mbl.is/Sigurgeir

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur samþykkt upplýsingastefnu fyrir stofnunina. Í henni er bæði fjallað um miðlun upplýsinga til aðila sem Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með og fjölmiðla og almennings.

Í upplýsingastefnunni kemur fram að ein af þremur meginstoðum í stefnu Fjármálaeftirlitsins sé fagleg umræða og gagnsæi. Lögð sé áhersla á fagleg samskipti við þá aðila sem Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með og miðlun upplýsinga sem geti stuðlað að markaðsaðhaldi. Fjármálaeftirlitið leitist jafnframt við að auka almennan skilning á samfélagslegu hlutverki sínu og þekkingu á þeirri starfsemi sem þar fari fram.

Segir að gagnvart fjölmiðlum og almenningi sé þetta einkum gert með því, að gera hlutverk Fjármálaeftirlitsins sýnilegt neytendum, eftirlitsskyldum aðilum og öðrum áhugasömum og að skýra frá aðgerðum Fjármálaeftirlitsins til að vernda notendur fjármálaþjónustu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK