Mikil viðskipti voru með bréf Haga í Kauphöll Íslands en bréfin voru skráð þar í morgun. Alls skiptu 33,2 milljónir hluta um eigendur og viðskiptin námu 529,5 milljónum króna. Samtals námu viðskipti með hlutabréf 698 milljónum í dag.
Lokagengi bréfanna var 15,95 krónur en í nýloknu útboði var útboðsgengið 13,5. Bréfin hækkuðu því um 18,1%.