Mikil viðskipti með bréf Haga

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Finnur Árnason, forstjóri Haga …
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, Finnur Árnason, forstjóri Haga og Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, þegar bréf Haga voru skráð í morgun. mbl.is/Golli

Mikil viðskipti voru með bréf Haga í Kauphöll Íslands en bréfin voru skráð þar í morgun. Alls skiptu 33,2 milljónir hluta um eigendur og viðskiptin námu 529,5 milljónum króna. Samtals námu viðskipti með hlutabréf 698 milljónum í dag.

Lokagengi bréfanna var 15,95 krónur en í nýloknu útboði var útboðsgengið 13,5. Bréfin hækkuðu því um 18,1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK