Kraftaverk ef Frakkar halda lánshæfiseinkunn sinni

Reuters

Það verður hreint og beint kraftaverk ef Frakkland heldur lánshæfiseinkunninni AAA í gegnum evrópsku skuldakreppuna. Þetta segir Jean-Pierre Jouyet, forstjóri franska fjármálaeftirlitsins, AMF. „Að halda þeirri einkunn væri kraftaverk, en ég vil nú enn trúa því að það takist,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag.

Matsfyrirtæki hafa varað við því að franska ríkið verði fyrir áhrifum af skuldakreppunni sem nú heldur evrusvæðinu í heljargreipum, og hafa látið í veðri vaka að einkunn þess verði lækkuð. Ríkisstjórn Nicolasar Sarkozy hefur hins vegar mælt gegn lækkuninni og því til  stuðnings hefur hún bent á aðhald í ríkisfjármálum og samkomulag evruríkja um minnkandi fjárlagahalla.

Hin minnsta vísbending um að 1,7 trilljóna evra skuld franska ríkisins sé að verða óviðráðanleg gæti snarhækkað vextina sem það þarf að greiða af skuldabréfum sínum.

Fjármálaráðuneyti Frakklands hefur tilkynnt að á næsta ári muni ríkissjóður þurfa að afla sér 178 milljarða evra í lánsfé með útgáfu skuldabréfa til meðallangs og langs tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK