Krónan ekki veikari í 4 mánuði

Krónan.
Krónan. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð undanfarna tvo mánuði. Stendur gengisvísitala krónunnar nú í 218,3  stigum og hefur krónan ekki verið svo veik síðan í byrjun ágúst sl.

„Þessi veiking krónunnar nú á aðventunni er tilkomin vegna árstíðabundinna þátta en gjaldeyrisútflæði er jafnan mikið á þessum tíma vegna jólainnkaupa. Þegar gjaldeyrismarkaðurinn er jafn grunnur og nú er vegna gjaldeyrishaftanna þá hefur árstíðasveifla í flæði gjaldeyris vegna vöru- og þjónustuviðskipta talsverð áhrif á gengi krónunnar.

Í ljósi þessa má búast við að krónan muni enn veikjast á næstunni eða jafnvel þar til gjaldeyrisinnflæði byrjar að aukast á nýjan leik vegna komu ferðamanna," segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

Krónan er nú töluvert veikari en í upphafi ársins, en þá var gengisvísitalan 207,1 stig og hefur hún því veikst um rúmlega 5% gagnvart helstu gjaldmiðlum á þessu ári. Bandaríkjadalur kostaði 114,5 krónur í upphafi árs en kostar nú 122,2 krónur, evran kostar nú rétt tæplega 160 kr. en kostaði 153 kr. í upphafi árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK