Velta kostnaðarhækkunum yfir á neytendur

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka seg­ir, að erfitt sé að gera sér fylli­lega grein fyr­ir því hvað valdi jafn mik­illi hækk­un á mat og drykkjar­vör­um nú og raun beri vitni. En vænt­an­lega séu kaup­menn að nýta jóla­mánuðinn til að velta kostnaðar­hækk­un­um fyrr á ár­inu yfir á neyt­end­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hag­stof­unni í morg­un hækkaði verð á mat og drykkjar­vöru   um 1,7% milli nóv­em­ber og des­em­ber.

Ari­on banki seg­ir, að upp­söfnuð þörf inn­lendra fram­leiðenda til að velta hrávöru­hækk­un­um yfir á neyt­end­ur kunni að skýra það mikla stökk sem nú verði í mat­arliðnum í des­em­ber­mánuði. Fram­leiðend­ur virðist eiga auðveld­ara með að hækka verð sín yfir hátíðirn­ar og neyt­end­ur setji verðhækk­an­ir ef­laust síður fyr­ir sig þegar kaupa á í jóla­mat­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK