Ósáttur við aðkomu AGS

Seðlabanki Evrópu
Seðlabanki Evrópu Reuters

Aðal­hag­fræðing­ur Seðlabanka Evr­ópu, Jür­gen Stark, var­ar við því að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn verði lát­inn bjarga illa stödd­um ríkj­um á evru-svæðinu.

Í viðtali við Die Welt í dag seg­ir Stark, sem brátt læt­ur af störf­um hjá bank­an­um, að með því að láta AGS sjá um björg­un­ina sé verið að fara á skjön við regl­ur sem gilda um beina fjár­mögn­un í Evr­ópu. Óskað hef­ur verið eft­ir því að ríki leggi sjóðnum til meira fé, svo sjóður­inn geti gripið til aðgerða í ríkj­um á evru-svæðinu sem berj­ast við gríðarleg­ar skuld­ir.

Seg­ir hann að með þessu sé verið að fara á skjön við regl­ur um beina fjár­hags­lega styrki til ríkja inn­an evru-svæðis­ins. Þrátt fyr­ir að það komi ekki beint fram, þá snú­ist þetta um að veita þeim stuðning, því ljóst sé að það séu evru-rík­in sem eigi eft­ir að fá pen­ing­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK