Rannsókn nokkurra mála lokið

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á nokkrum málum sem tengjast bankahruninu lauk í þessum mánuði. Í upphafi desembermánaðar sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að það hyllti undir rannsókn tíu mála.

Síðan þá hafa tveir fyrrverandi stjórnendur Glitnis verið ákærðir vegna lánveitingar til félagsins Þáttar International, þeir Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.

Í samtali við mbl.is segir Ólafur að síðan hann sagði þetta, 2. desember, hafi rannsókn nokkurra mála lokið hjá embættinu. Hann getur ekki tjáð sig um hversu mörgum, né heldur um nákvæmlega hvaða mál það eru.

Ekki hafa verið teknar neinar frekari ákvarðanir um ákærur og ekki hafa nein mál heldur verið felld niður. Aðspurður segist Ólafur ekki búast við því að fleiri ákærur verði gefnar út á þessu ári, en býst frekar við því að það gerist einhvern tímann eftir áramót.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK