Drökmur og lírur til vara

Alþjóðlegir stórbankar vilja vera viðbúnir því að drökmur, lírur og …
Alþjóðlegir stórbankar vilja vera viðbúnir því að drökmur, lírur og escudos verði aftur gildir gjaldmiðlar. Myndin sýnir gríska smápeninga frá því fyrir evru. Reuters

Að minnsta kosti tveir alþjóðlegir stórbankar hafa undirbúið sig tæknilega til að byrja á ný viðskipti í gjaldmiðlunum drökmum, escudos og lírum. Bankarnir gerðu þetta vegna dýpkandi evrukreppu á liðnum mánuðum, að því er stórblaðið Wall Street Journal greindi frá á aðfangadag.

Bankarnir komust að því að það er ekki einfalt mál í fjármálaheiminum að reyna samtímis að lýsa yfir trausti á evru sem sífellt veikist og að búa sig undir fall hennar, til öryggis.

Yfirmenn tæknimála stórbankanna höfðu samband við Swift í Belgíu, sem rekur alþjóðlegt greiðslumiðlunarkerfi, að sögn kunnugra. Bankarnir óskuðu eftir því að kerfi Swift byði upp á þá tækni og auðkenni fyrrnefndra gjaldmiðla sem varakerfið krefst.

Swift neitaði að gefa nokkrar upplýsingar um slíkar áætlanir, sem gerðar eru til vara, þar á meðal hvort hin gömlu auðkenni gjaldmiðlanna gangi í kerfinu, að því er Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK